Saturday, December 1, 2012

Dæmi um flogaveikibrandara í sjónvarpi sem eru ekki fyndnir

Hérna eru þrjú dæmi úr sama sjónvarpsþættinum um það þegar léttmeti og grín er gert úr flogaveiki. Ég gat því miður ekki fundið upptökur, en ég fann tilvitnanirnar og eina góða grein sem ræðir reyndar um fleira ófyndið í þessum þætti heldur en flogaveikibrandara. Þetta er semsagt í hinum sívinsæla þætti Glee.

"It's like cool epilepsy."

Ég fann ekki beina tilvitnun, en í grein sem útlistar hvað gerist í þættinum skrifar greinarhöfundur "Seriously, this dude even makes lines about fake seizures sound funny." Þá er semsagt einn karakter sem vill endilega stoppa brúðkaup dóttur sinnar og talar um að reyna að gera það með því að þykjast fá flogakast. Hann fær ekki tækifæri til þess að framkvæma þetta plan, en lætur hugmyndina út úr sér engu að síður.


Allt einstaklega ósmekklegt. Reyndar finnst mér það sem er auklega bent á í greininni um þáttinn Hairography sem ég minntist á fyrir ofan líka óviðeigandi; eins og t.d.:
"Making fun of “weird” Black names.... The Black name thing was a quick throwaway right at the beginning of the show, so Glee pretty much led with pissing me off this week. We’re introduced to a Black teen in the “school for bad girls” named Aphasia. Ha ha, those Black people pick the weirdest names for their kids! Let’s all chortle together, shall we?" 
Mér finnst þetta sérstaklega ósmekklegt þar sem orðið "aphasia"er ekki mannsnafn heldur merkir það það sama og íslenska orðið málstol, sem útaf fyrir sig er alvarlegt mál. Til að byrja með getur málstol tengst flogaveiki, sem er einnig gert grín að í þessum sama þætti. Í öðru lagi - að tengja það við svarta manneskju elur á aldagömlum kynþáttafordómum, en í gamla daga áttu þrælar erfitt með að tjá sig vegna tungumálaörðugleika (þeir sem þjást af málstoli eiga semsagt erfitt með að tjá sig) og voru þarafleiðandi álitnir heimskir. Sú ranghugsun að blökkumenn séu ekki jafn gáfaðir og hvítir menn lifir því miður ennþá meðal þeirra sem eru haldnir kynþáttafordómum.

Punkturinn hérna er semsagt að þetta er ekki fyndið.

No comments:

Post a Comment