Wednesday, December 12, 2012

Flogaveiki í tónlist

Á flakki mínu um veraldarvefinn rakst ég á lærða grein um birtingarmyndir flogaveiki í nútíma/dægurtónlist. Greinin heitir "The Representation of Epilepsy in Popular Music" - mér finnst erfitt að þýða "popular music", þykir orðið dægurtónlist ekki hafa alveg sömu merkingu þó að það sé algengasta þýðingin - og er eftir Sallie Baxendale, taugasálfræðing, og var birt í tímaritinu Epilepsy and Behavior 2008. Ég ætla ekki að þýða greinina hér en mörg áhugaverð dæmi voru nefnd í henni um lög sem annað hvort fjalla um flogaveiki eða flog, eða þar sem er einfaldlega minnst á flog einu sinni eða tvisvar. Ég ætla að setja hérna inn myndbönd af YouTube af völdum lögum af þeim sem Baxendale tekur sem dæmi, kannski skrifa eitt eða tvö orð um einhver þeirra.

Cage - "Ballad of Worms". Hann lýsir hér reynslu sinni af því þegar kærastan hans fékk heilahimnubólgu og fékk oft flog á meðan hún var veik.

The Streets - "Get Out of My House"

Nick Cave - "Christina the Astonishing". Konan sem þetta lag fjallar um deyr af völdum SUDEP, en því er lýst strax í byrjun lagsins: Christina the Astonishing
Lived a long time ago
She was stricken with a seizure
At the age of twenty-two
They took her body in a coffin
To a tiny church in Liege.

Black Eyed Peas - "Let's Get Retarded". Ég get ekki annað en sagt að mér finnst þessi texti mjög óviðeigandi, bæði vegna þess að orðið "retarded" er einfaldlega ó-PC, og... ja, þetta útskýrir sig sjálft:
Let’s get ill, that’s the deal . . .
. . .Lose your mind this is the time,
Ya’ll test this drill, Just and bang your spine.
Bob your head like epilepsy, up inside your club or in your Bentley.
Get messy, loud and sick.
Ya’ll mount past slow mo in another head trip.

Canibus - "Lost at C"

Agathocles "Ego Generosity". Það er svolítið erfitt að skilja textann í þessu lagi, enda er hann öskraður (you have been warned!), þannig að hérna er hann:
Avidity is dominant
Voracity is permanent
Seizure means supremacy
A congenital malignancy.


Cage - "In Stoney Lodge". Þarna rappar hann um að vera á geðsjúkrahúsi og vingast við konu sem fær flog.





Fabolous - "Ma’ Be Easy". Þessi rappar um að hann sé svo góður í svefnherberginu að dömurnar líta út eins og þær séu að fá flog þegar hann... ja, þið skiljið. Ég ætla ekki að setja textabrotið hér inn, þið getið hlustað á lagið ef þið eruð forvitin.

50 Cent - "Like My Style". Hinn góðkunni "Fitty" kveðst líka vera góður líkt og rapparinn hér að ofan - hans trikk er tungan.

The Verve Pipe - "The F-Word". Þessi hljómsveit syngur um dans: 
Shake your head of leisure get your head and body into seizure
and battle with whoever hides assault disguised as dancing.
Baxendale segir einmitt áhugaverða sögu af því að flogaveiki og dans eigi sér langa sögu tengsla. Á 15. öld í Frakklandi og Belgíu var hefð fyrir því að fólk með flogaveiki reyndi að dansa allan daginn í kringum sóknarkirkjuna sína á hátíðardegi Sankti Bartólómeusar (St. Bartholomew's feast day), í þeirri von að það myndi koma í veg fyrir flog það sem eftir lifði árs. Það virkaði fyrir suma sem aldrei fengu flog aftur, enda dóu þeir af ofþreytu.


Ultramagnetic MCs - "Late Nite Rumble". Þessir hvetja stelpurnar til að hrista bossana áður en þær fá flogaveiki úr romminu og kókinu og Pepsíinu. Það er semsagt verið að gefa í skyn að flogaveiki sé smitandi sjúkdómur sem maður getur "fengið", rétt eins og kvef eða flensa. Með því að drekka romm og kók og Pepsí.

Að lokum, hér er Static Lullaby með "Contagious". Þessi texti finnst mér eiginlega hreint út sagt krípí. Þarna er semsagt verið að blanda saman kynlífi og hugmyndinni um að flogaveiki sé smitandi:
The choking has you foaming at the mouth
Our bodies convulsing on the floor
Like a fish out of water, The price of wanting more
Epilepsy seems, seems safe enough for me
It’s alright girl, it’s alright
Contagious, contagious as this seems.


Saturday, December 1, 2012

Dæmi um flogaveikibrandara í sjónvarpi sem eru ekki fyndnir

Hérna eru þrjú dæmi úr sama sjónvarpsþættinum um það þegar léttmeti og grín er gert úr flogaveiki. Ég gat því miður ekki fundið upptökur, en ég fann tilvitnanirnar og eina góða grein sem ræðir reyndar um fleira ófyndið í þessum þætti heldur en flogaveikibrandara. Þetta er semsagt í hinum sívinsæla þætti Glee.

"It's like cool epilepsy."

Ég fann ekki beina tilvitnun, en í grein sem útlistar hvað gerist í þættinum skrifar greinarhöfundur "Seriously, this dude even makes lines about fake seizures sound funny." Þá er semsagt einn karakter sem vill endilega stoppa brúðkaup dóttur sinnar og talar um að reyna að gera það með því að þykjast fá flogakast. Hann fær ekki tækifæri til þess að framkvæma þetta plan, en lætur hugmyndina út úr sér engu að síður.


Allt einstaklega ósmekklegt. Reyndar finnst mér það sem er auklega bent á í greininni um þáttinn Hairography sem ég minntist á fyrir ofan líka óviðeigandi; eins og t.d.:
"Making fun of “weird” Black names.... The Black name thing was a quick throwaway right at the beginning of the show, so Glee pretty much led with pissing me off this week. We’re introduced to a Black teen in the “school for bad girls” named Aphasia. Ha ha, those Black people pick the weirdest names for their kids! Let’s all chortle together, shall we?" 
Mér finnst þetta sérstaklega ósmekklegt þar sem orðið "aphasia"er ekki mannsnafn heldur merkir það það sama og íslenska orðið málstol, sem útaf fyrir sig er alvarlegt mál. Til að byrja með getur málstol tengst flogaveiki, sem er einnig gert grín að í þessum sama þætti. Í öðru lagi - að tengja það við svarta manneskju elur á aldagömlum kynþáttafordómum, en í gamla daga áttu þrælar erfitt með að tjá sig vegna tungumálaörðugleika (þeir sem þjást af málstoli eiga semsagt erfitt með að tjá sig) og voru þarafleiðandi álitnir heimskir. Sú ranghugsun að blökkumenn séu ekki jafn gáfaðir og hvítir menn lifir því miður ennþá meðal þeirra sem eru haldnir kynþáttafordómum.

Punkturinn hérna er semsagt að þetta er ekki fyndið.